Fara í efni

Ársskýrsla RASFF viðvörunarkerfis 2007

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Ársskýrsla 2007 um framkvæmd RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfis Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna fyrir matvæli og fóður var birt 23. júlí sl. Skýrslan sem er 65 blaðsíður hefur að geyma stutta lýsingu á RASFF-kerfinu og starfsreglum þess, ásamt því að draga fram nokkrar helstu niðurstöður ársins.

Rúmlega 7300 tilkynningar bárust frá RASFF árið 2007. Tilkynningar eru flestar um vörur frá löndum utan Evrópu eða 65%. Flestar tilkynningar eru um vörur frá Asíu. Opinberir eftirlitsaðilar á innri markaði sendu frá sér 43% tilkynninganna en 42% voru tilkynningar um vörur frá löndum utan Evrópu og voru stöðvaðar við landamærin. Flestar áríðandi tilkynningar voru um fiskafurðir.

Tilkynningar fjölluðu flestar um sjúkdómsvaldandi örverur, aðskotahlutir í matvælum, þungmálma og myglueitur.

RASFF kerfið hefur verið kynnt í öðrum heimshlutum og er markmiðið að alheimsviðvörunarkerfi um hættuleg matvæli og fóður verði orðið að veruleika áður en langt um líður.

Matvælastofnun er tengiliður Íslands við RASFF viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og EFTA ríkjanna fyrir matvæli og fóður.

Hægt að lesa alla skýrsluna hér.


Getum við bætt efni síðunnar?