Fara í efni

Áminning til kartöflubænda

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fjöldi þeirra skaðvalda sem fundist hafa á kartöflum hér á landi er nálægt tveim tugum, veiru-, bakteríu- og sveppa­sjúkdómar auk meindýrsins kartöfluhnúðorms. Skaðvaldar þessir eru miserfiðir við að eiga og margir þeirra hafa náð almennri út­breiðslu og ber að líta á sem hvert annað gæðavandamál.

Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur og fv. starfsmaður Matvælastofnunar, fjallar um tvo af þessum skaðvöldum í síðasta tölublaði Bændablaðsins og á vef blaðsins. Skaðvaldarnir eru hringrot og kartöfluhnúðormur, sem enn hafa takmarkaða útbreiðslu en gætu hæglega breiðst frekar út ef ekki er gætt varúðar. Greinina má nálgast hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?