Aflatoxín myglueitur í fræjum
				Frétt - 
		
					28.06.2021			
	
			
			Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.		
		Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af melónufræjum frá Essen AlHasnaA vegna aflatoxíns myglueiturs, sem Miðausturlandamarkaðurinn flytur inn. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Premium Class-Roter Wassermelonenkerne.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður og lét eftirlitið vita.
Innköllunin á einungis við eftirtalda framleiðslulotu;
- Vörumerki: Essen AlHasnaA
 - Vöruheiti: Premium Class - Roter Wassermelonenkerne
 - Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 31.12.2022
 - Strikamerki: 2021-8600716
 - Nettómagn: 300 g
 - Framleiðsluland: Lebanon
 - Dreifing: Miðausturlandamarkaðurinn, Lóuhólum 6, 111 Reykjavík
 
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til versluninnar gegn endurgreiðslu.