Fara í efni

Aðskotahlutur í sælgæti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af S-Märkt surt skum frá Candy people sem Core heildsala flytur inn vegna aðskotahluta. Fyrirtækið hefur í  samráði við heilbrigðiseftirlitið í Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.

Innköllun á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Candy people
  • Vöruheiti: S-Märke Surt skum 70 g
  • Innflytjandi: Core heildssala
  • Best fyrir dagsetning/lotunúmer: 17-10-2024 
  • Dreifing: Bónus, Hagkaup, Krónan, Iceland, Krambúðir, Kvikk, 10-11, Extra24, Fjarðarkaup, N1, Olís, Melabúðin og Heimkaup

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til næstu verslun eða á skrifstofu Core.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?