Stefna fiskeldisdeildar 2023 - 2028
Stefna þessi fjallar um starfsemi og mótun fiskeldisdeildar Matvælastofnunar til ábyrgs fiskeldis. Þegar Matvælastofnun tók við málaflokknum frá Fiskistofu í upphafi árs 2015 var umfang fiskeldis á Íslandi rúm 8.000 tonn samtals í sjókvía- og landeldi. Heildarumfang fiskeldis árið 2022 er rúm 50.000 tonn í sjókvía- og landeldi. Heildarútflutningsverðmæti laxeldis árið 2021 voru tæpir 30 milljarðar. Samkvæmt áætlunum McKinsey verður umfang sjókvía- og landeldis 150.000 tonn árið 2030 og heildarútflutningsverðmæti laxeldis á ársgrundvelli rúmlega 200 milljarðar.
Fyrirliggjandi verkefni fiskeldisdeildar eru mörg og forgangsröðun því mikilvæg og mun stefna þessi leggja línurnar til næstu fimm ára. Í lok hvers árs verður lögð fram verkefnaáætlun þar sem verkefnum næsta árs verða gerð skil.