Fara í efni

Stefna fiskeldisdeildar 2024

 Stefna þessi fjallar um starfsemi fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem ætlað er að stuðla að ábyrgu lagareldi og standa vörð um heilbrigði og velferð lagardýra. Þegar Matvælastofnun tók við málaflokknum frá Fiskistofu í upphafi árs 2015 var heildarumfang fiskeldis á Íslandi rúm 8.000 tonn í sjókvía- og landeldi en voru tæp 50.000 tonn árið 2023. Útflutningsverðmæti laxeldis árið 2022 voru 49 milljarðar. Samkvæmt áætlun Boston Consulting Group verður umfang lagareldis á Íslandi um 245.000 tonn og verðmætasköpun 242 milljarðar íslenskra króna árið 2032.

 Helstu verkefni fiskeldisdeildar eru:

  • Útgáfa og umsýsla rekstrarleyfa
    • Ný rekstrarleyfi
    • Endurnýjun rekstrarleyfa
    • Breyting rekstrarleyfa
    • Framsal rekstrarleyfa
    • Skráning fiskeldisfyrirtækja
    • Umsagnir við umhverfismat framkvæmda
  • Aðkoma að laga- og reglugerðarbreytingum
    • Ráðgjöf til Matvælaráðuneytisins
  • Samskipti við hagaðila
  • Eftirlit með rekstri og búnaði
    • Eftirlit með innra eftirliti rekstraraðila
    • Eftirlit með ástandi búnaðar
    • Eftirlit með vörnum gegn stroki
    • Rannsókn strokatburða
  • Eftirlit með sjúkdómum og velferð
    • Eftirlit með lús og lúsameðhöndlun
    • Eftirlit með smitvörnum
    • Sýnatökuáætlanir og heilbrigðisvottorð
    • Samskipti við erlendar systrastofnanir
    • Viðhalda sjúkdómastöðu landsins
  • Viðbragðsáætlanir við tilkynningarskyldum sjúkdómu

Hér má nálgast stefnuna.

Uppfært 07.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?