Fara í efni

Varnarefnaleifar í innfluttu spínati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Við hefðbundið varnarefnaeftirlit Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins í landinu fannst óleyfilegt varnarefni í innfluttu spínati. Hollt og Gott ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla spínat vegna varnarefnisins permetríns, sem greindist í spínatinu, en óheimilt er að nota efnið í landbúnaði í Evrópu.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Hollt og Gott ehf.
  • Vöruheiti: Spínat.
  • Pökkunaraðili: Hollt og Gott ehf., Fosshálsi  1, 110 Reykjavík.
  • Upprunaland: Bandaríkin
  • Nettóþyngd: 200 g.
  • Best fyrir: 8. og 10. ágúst 2013
  • Strikanúmer: 5690350037815
  • Dreifing: Verslanir og mötuneyti um land allt.

Þeir sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að farga henni eða skila til verslunar eða annars söluaðila.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?