Fara í efni

Vanmerktur ofnæmisvaldur í súkkulaðihúðuðum kaffibaunum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um sölustöðvun og innköllun af markaði á „Súkkulaðihúðuðum Expressó kaffibaunum“ framleiddum af Kaffitári ehf. Ástæða sölustöðvunar og innköllunar er sú að varan er hjúpuð súkkulaði sem inniheldur lesitín sem er unnið úr sojabaunum og er þekktur ofnæmisvaldur. Ekki kemur fram á umbúðum vörunnar að hún innihaldi lesitín úr sojabaunum. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki hafa ofnæmi fyrir soja afurðum.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru haldnir ofnæmi fyrir soja afurðum eru beðnir um að farga henni  eða skila til Kaffitárs ehf.  

  • Vöruheiti:  „Súkkulaðihúðaðar Expressó kaffibaunir“.
  • Nettóþyngd:  100 g
  • Sölu- og dreifingaraðili:  Kaffitár ehf, Stapabraut 7, 260 Reykjanesbæ.
  • Umbúðir:  Pappírsöskjur
  • Dreifing:  Kaffitár, verslanir Hagkaupa, Melabúðin, verslanir Samkaupa, Fjarðarkaup, Vöruval, Hlíðarkaup, Kruðerí kaffihús.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?