Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í sósu

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir sojabaunum við neyslu á Mang Thomas All purpose Sauce regular sem fyrirtækið Dai Phat  flytur inn. Sósurnar eru vanmerktar og því innkallaðar í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum Evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.

Einungis er verðið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Mang Thomas
  • Vöruheiti: All Purpose Sauce Regular
  • Geymsluþol: Best fyrir dags. 30.11.2025, 01.12.2025 og 01.02.2026.
  • Nettómagn: 330 g
  • Framleiðandi: Mang Tomas
  • Framleiðsluland: Filippseyjar
  • Innflytjandinn: Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
  • Dreifing: Verslun Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14

Viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skil henni í
þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í
númerið 765-2555. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?