Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í pálmasykri

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir súlfíti (brennisteinsdíoxíði) við neyslu á einni lotu af pálmasykri frá Thai dancer vegna þess að súlfítið kemur ekki fram í merkingum vörunnar. Fyrirtækið Dai Phat ehf. sem flytur vöruna inn hefur innkallað hana í samráði við heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Sama vara en önnur framleiðslulota var innkölluð í maí síðastliðnum.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Thai Dancer
  • Vöruheiti: Palm sugar
  • Lotunúmer: 301123
  • Geymsluþol: Best fyrir dags. 30.11.2025.
  • Framleiðsluland: Taíland
  • Innflytjandi: Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
  • Dreifing: Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14

 

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila henni í
þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í
númerið 765-2555.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?