Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í fæðubótarefnum

Matvælastofnun vara neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir fisk, krabbadýrum eða skelfiski við fæðubótaefnum Kraft, Gyðju og Fjörugrösum/klóþang frá Ingling ehf. Vörunar geta innhaldið snefil af ofnæmis- og óþolsvöldum og eru ekki merktar með slíkri aðvörun. Fyrirtækið hefur innkallað vörunar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Ingling.
  • Vöruheiti: Kraftur Test Booster 180 hylki, Gyðja 180 hylki, Kraftur-Test Booster, 180 hylki. Gyðja, Lífskraftur, 180 hylki.Harvested Irish sea moss/with Knotted wrack 60hylki. og Fjörugrös/klóþang 180 hylki.
  • Strikamerki: Öll lotunúmer.
  • Framleiðandi: Ingling ehf. Brúarfljót 2, 270 Mosfellsbæ
  • Framleiðsluland: Ísland.
  • Dreifing: Vefverslun Ingling, Mamma veit best, Heilsuver, Reykjavíkur Apótek - Granda, Mistur, Sveitarbúðin UNA - Hvolsvelli, Vistvæna búðin,-Akureyri, Líkami og boost - Kveflavík, Kush - Árbæ.

Neytendur vörunnar og sérstaklega þau sem hafa ofnæmi- eða óþol fyrir fiski, krabbadýrum eða skelfiski skulu ekki neyta vörunnar heldur farga eða skila til verslunarinnar.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?