Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í fæðubótarefni
Innkallanir -
04.09.2025
Matvælastofnun varar neytendur við sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir jarðhnetur á Gula miðanum Ashwagandha frá Heilsu ehf. Grunur er um að varan innihaldi jarðhnetur sem eru ekki merktar á umbúðum vörunnar. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.
Eftirfarandi framleiðslulotur eru innkallaðar:
- Vörumerki: Guli miðinn
- Vöruheiti: Ashwagandha
- Geymsluþol: Best fyrir dagsetningar 01/2028, 12/2027, 06/2027 og 10/2027.
- Lotunúmer: Lotur 25/3/54, 24/46/8, 24/16/16 og 24/39/6.
- Framleiðandi: Lifeplan
- Framleiðsluland: Bretland
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík
- Dreifing: Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver,
Apótekarinn, Lyf og Heilsa, Lyfsalinn, Apótek Vesturlands, Melabúðin, Urðarapótek, Apótek
NOR, Borgar apótek, Reykjanesapótek, Apótek Garðabæjar, Austurbæjarapótek, Heilsuhúsið
Kringlan, Siglufjarðarapótek, Þín verslun Kassinn og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga.
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga, skila vörunni þar
sem hún var keypt eða snúa sér beint til Heilsu ehf.