Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í fæðubótarefni

Matvælastofnun varar neytendur við sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir jarðhnetur á Gula miðanum Ashwagandha frá Heilsu ehf. Grunur er um að varan innihaldi jarðhnetur sem eru ekki merktar á umbúðum vörunnar. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.

Eftirfarandi framleiðslulotur eru innkallaðar:

  • Vörumerki: Guli miðinn
  • Vöruheiti: Ashwagandha
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetningar 01/2028, 12/2027, 06/2027 og 10/2027.
  • Lotunúmer: Lotur 25/3/54, 24/46/8, 24/16/16 og 24/39/6.
  • Framleiðandi: Lifeplan
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík
  • Dreifing: Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver,
    Apótekarinn, Lyf og Heilsa, Lyfsalinn, Apótek Vesturlands, Melabúðin, Urðarapótek, Apótek
    NOR, Borgar apótek, Reykjanesapótek, Apótek Garðabæjar, Austurbæjarapótek, Heilsuhúsið
    Kringlan, Siglufjarðarapótek, Þín verslun Kassinn og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga.

Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga, skila vörunni þar
sem hún var keypt eða snúa sér beint til Heilsu ehf.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?