Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldar í kökum

Matvælastofnun varar þá neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir sojalesitíni, laktósa og möndlum við vanmerktum Brikk Söru kökum. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) innkallað kökurnar. 

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: BRIKK
  • Vöruheiti: Sörur
  • Framleiðandi: Brikk Eldhús ehf, 491019-0930
  • Best fyrir dagsetning: 03.12.2025
  • Nettó þyngd: 200 g
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Geymsluþol: 2 vikur
  • Strikanúmer: 5694230457298
  • Dreifing: Verslanir Krónunar (Mosfellsbæ, Grafarholt, Bíldshöfði, Lindir, Vallakór, Akrabraut, Flatarhraun, Norðurhella, Skeifan, Borgartún, Grandi).

Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir möndlumjöli, sojalesitín (E 322) eða laktósa eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Brikk Eldhús ehf, Dalvegi 32b, 201 Kópavogur.

Ítarefni

 Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF)


Getum við bætt efni síðunnar?