Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í wasabihnetum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að fyrirtækið Aðföng hafi innkallað wasabihnetur vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds. Ekki kemur fram í innihaldslýsingu að hneturnar eru jarðhnetur. Dreifing er um allt land. 

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis-og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?