Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í skinku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá fyrirtækinu Síld og fiski ehf. um að það hafi ákveðið að innkalla Ali silkiskorna hunangsskinku vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda. Ali silkiskorna hunangsskinkan inniheldur mjólk án þess að það komi fram á umbúðum vörunnar. 
 

  • Vörumerki: Ali
  • Vöruheiti: Silkiskorin hunangsskinka
  • Lotunúmer: Pökkunardagur 9.10.2014 og eldra 
  • Framleiðandi: Síld og fiskur ehf., Dalshrauni 9b, 220 Hafnarfirði
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Neytendur sem eiga vöruna og hafa ofnæmi fyrir mjólk er bent á að skila henni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?