Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í sinnepi

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík að Vogabær ehf. hafi, í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið, innkallað sinnep af markaði sem innihélt ofnæmis- og óþolsvald (sellerí) án þess að það kæmi fram í innihaldslýsingu vörunnar.

  • Vörumerki: Bónus
  • Vöruheiti: Sinnep – sætt - franskt
  • Strikanúmer: 5690575210048
  • Nettómagn: 460 g
  • Framleiðandi: Vogabær ehf. fyrir Bónus, Skútuvogi 13, 104 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Verslanir Bónus um land allt

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir sellerí. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir sellerí eru beðnir að farga henni eða skila til Vogabæjar ehf gegn endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?