Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í nautakjötsrétti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun á sölu og innköllun frá neytendum á Boeuf Bouguignon frá Eldhúsinu. Á umbúðum vörunnar er ekki tilgreint að hún innihaldi súlfít.


  • Vörumerki: Eldhúsið 
  • Vöruheiti:  Boeuf Bouguignon 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Eldhúsið, Kirkjustétt 2 - 6, 113 Reykjavík. 
  • Auðkenni/skýringartexti:    Á umbúðum vörunnar (Boeuf Bourguignon) frá Eldhúsinu eru upplýsingar um innihald en ekki er tilgreint að umrædd vara innihaldi súlfít. Súlfít í styrk sem er yfir 10 mg/kg eða 10 mg/l er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  Strikanúmer 5694310451345 
  • Laga- /reglugerðarákvæði:  13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005.  8.  gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Nóatúns og Krónunnar um land allt.

Tekið skal fram að súlfít er með öllu skaðlaust öðrum en þeim sem hafa óþol eða ofnæmi fyrir því. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir súlfíti eru beðnir um skila henni til þeirrar verslunar sem hún var keypt í. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?