Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í Matarkexi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að Kexverksmiðjan Frón,  í samráði við Heilbrigðiseftirlitið, hafi ákveðið að innkalla Matarkex vegna þess að varan inniheldur aukefnið E 223 (súlfít). Ekki kemur skýrt fram í innihaldslýsingu að um er að ræða ofnæmis- og óþolsvaldin natríummetabísúlfít.

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.

  • Heiti vöru:  Frón Matarkex
  • Best fyrir:  Allar Best fyrir dagsetningar.
  • Framleiðandi:  Kexverksmiðjan Frón, Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík.
  • Lotunúmer:  Öll lotunúmer.
  • Dreifing:  Verslanir um all land.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?