Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í lasagna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um vanmerkta vöru á markaði. Um er að ræða tilbúna lasagnarétti sem innihalda vanmerktan ofnæmis- og óþolsvald (hveiti) án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Framleiðandi vörunnar hefur innkallað hana af markaði í samráði við Matvælastofnun.

  • Vöruheiti: Esja Gæðafæði, lasagna og mexikó lasagna
  • Lýsing: Tilbúinn réttur í ofninn
  • Framleiðsludagar: 11.04.2014-16.04.2014
  • Framleiðandi: Esja ehf., Reykjavík.
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Dreifing: Melabúðin, Ísland-verslun Engihjalla, Þín verslun Seljabraut og Kostur

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis-og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Þeir sem eiga þessar vörur til geta skilað þeim til Esju Gæðafæðis  (s. 567-6640 / esja@esja.is).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?