Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í kryddblöndum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Tilkynning hefur borist til Matvælastofnunar frá danska matvælaeftirlitinu og frá RASFF evrópska viðvörunarkerfinu um innkallanir á kryddblöndum. Fundist hefur möndlumjöl sem ekki var merkt sem innihaldsefni í kryddblöndunum. Möndlur eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Vörurnar hafa verið á markaði á Íslandi í einni verslun en hafa nú verið teknar úr sölu.

  • Vöruheiti: ALLROUNDKRYDDA 150 G 
  • Framleiðandi: Santa Maria Denmark A/S
  • Dreifingaraðili: SuperGros A/S 
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Þyngd: 150 g
  • Innflytjandi: Kaupfélag Skagfirðinga
  • Best fyrir dagsetning  13-07-2017
  • Vöruheiti: STEAK RUB KRYDDA 125 G 
  • Framleiðandi: Santa Maria Denmark A/S
  • Dreifingaraðili:SuperGros A/S 
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Þyngd: 125 g
  • Innflytjandi: Kaupfélag Skagfirðinga
  • Best fyrir dagsetning: 07-07-2017

Fyrirtækið Santa Maria fann snefil af möndlum í paprikudufti sem sett var í kryddblöndurnar og leiddi það til innköllunar á öllum kryddblöndum með papriku af ákveðinni lotu. Neytendur eru hvattir til að skila vörunni til verslunarinnar eða farga henni.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?