Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í kryddblöndu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber hafi innkallað kryddblöndur vegna gruns um að þær innihaldi möndlur án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Þetta er þriðja innköllunin á Santa Maria kryddum á stuttum tíma. Upplýsingarnar bárust fyrst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið.

  • Vörumerki: Casa Fiesta
  • Vöruheiti: Taco Seasoning Mix
  • Strikanúmer: 8715186812225
  • Best fyrir: 09.07.2017 og 27.07.2017
  • Nettóþyngd: 35 g
  • Framleiðandi: Santa Maria AB
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Dreifing: Verslanir um land allt

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?