Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í hrásalati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að það hafi stöðvað sölu og innkallað frá neytendum eftirfarandi matvæli:  


  • Vörumerki:  Hollt og Gott ehf. 
  • Vöruheiti:  Hrásalat. 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Hollt og Gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. 
  • Auðkenni/skýringartexti:    Á umbúðum vörunnar frá Hollt og Gott ehf. eru upplýsingar um innihald hennar en ekki er tilgreint að hún inniheldur mjólkurafurð. Mjólk og mjólkurafurðir eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  Strikanúmer 5690350033206. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði:  5. og 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands: N1, Olís, 10-11, Hagkaup, Vöruval, Kassinn, Verslun Einars Ólafs, Kassinn Ólafsvík, Brekkan, Stöðvarfirði, Rangá, Miðbúðin, Melabúðin, Nesval. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?