Fara í efni

Vanmerktur Ofnæmis-og óþolsvaldur í fiskibollurétti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa fengið upplýsingar um að fiskibolluréttur hafi verið innkallaður vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda (hveiti).

Upplýsingar um vöruna:   

                       

Vöruheiti: Ora Fiskbollur í tómatsósu með kartöflum 350gr

Strikamerki: 5690519224179

Nettóþyngd: 350 g

Lotunúmer: Allar lotur

Framleiðandi: Ora ehf

Dreifing: Verslanir um land allt.

Neytendum sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hveiti er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila henni til ÍSAM, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík. Einnig má hafa samband við gæðastjóra Ora í síma 522 2770 eða á netfangið helgam@ora.is.


Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?