Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í couscous

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Gott fæði ehf. hafi, í samráði við heilbrigðiseftirllitið stöðvað sölu og innkallað af markaði couscous frá Góðu fæði vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalda.


Vörumerki:  Gott fæði
Vöruheiti:  Couscous
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Gott fæði ehf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík. 
Auðkenni/skýringartexti:  Varan inniheldur ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (hveiti; glúten).  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir á umbúðum matvæla.  Einnig eru aðrar athugasemdir gerðar við merkingar vörunnar. 
Laga- /reglugerðarákvæði:  13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005.  5. gr. og 7. tl. 6. gr., reglugerðar nr. 503/2005.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
Áætluð dreifing innanlands:  Matvöruverslanir um land allt.

Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar öllum neytendum sem hafa ekki ofnæmi eða óþol fyrir hveiti.Vara þessi er í dreifingu í matvælaverslunum um land allt.  Þeir sem eiga vöruna og hafa ofnæmi geta skilað henni til Nathan og Olsen.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?