Fara í efni

Vanmerktir ofnæmisvaldar hjá Lifandi markaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur innkallað af markaði og frá neytendum rautt pestó, villisveppasósu, villisveppasúpu, gulrótarsúpu og hnetusteik frá Lifandi markaði vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda. 
 

  • Vörumerki:  Lifandi markaður. 
  • Vöruheiti:  Rautt pestó, villisveppasósa, villisveppasúpa, gulrótarsúpa og hnetusteik. 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Matvælin er framleidd af Lifandi markaði ehf., Hæðarsmára 6, Kópavogi. 
  • Auðkenni/skýringartexti:  Vörurnar innihalda ofnæmis- og óþolsvalda sem ekki eru tilgreindir í merkingum þeirra; rautt pestó inniheldur soja, villisveppasósa inniheldur soja og súlfít, villisveppasúpa inniheldur súlfít og hveiti, gulrótarsúpa inniheldur súlfít og hnetusteik inniheldur soja.  Soja og afurðir úr því, súlfít, í styrk sem er yfir 10 mg/kg eða 10 mg/l , og hveiti og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  Einnig eru fjölmargar aðrar athugasemdir gerðar við merkingar matvælanna. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði:  7. tl. 6. gr., 8., 12., 13., 14., 15., 19., 20. og  23. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands:  Verslanir Lifandi markaðar í Borgartúni, Fákafeni og Hæðarsmára.
Þar sem ofnæmis- og óþolsvaldur er ekki merktur á umbúðum rauðs pestós, villisveppasósu, villisveppasúpu, gulrótarsúpu og hnetusteikur sem merktar eru Lifandi markaði er um að ræða matvæli sem ekki eru örugg og geta valdið neytendum heilsutjóni. Tekið skal fram að súlfít er með öllu skaðlaust öðrum en þeim sem hafa óþol eða ofnæmi fyrir því.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?