Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í súkkulaði frá H-Berg ehf

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Eftirfarandi upplýsingar bárust Matvælastofnun. H Berg hafa tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um innköllun á eftirfarandi vöru:

  • Vöruheiti: H Berg
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: H Berg, Grandatröð 2, 220 Hafnarfjörður
  • Auðkenni/skýringartexti: Súkkulaði gráfíkjukúlur, súkkulaði döðlukúlur, súkkulaði heslihnetur, súkkulaði cashew hnetur og súkkulaði mix. Vörurnar innhalda sojalesitín. Í innihaldslýsingu á umbúðum vörunnar kemur ekki fram að hún innihaldi sojalesitín. Soja og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Einnig eru aðrar athugasemdir gerðar við merkingar varanna. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði: 7., 8., b-liður 11. gr., 13., og 14. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, viðauki við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005. Reglugerð nr. 798/2002 um kakó og súkkulaðivörur. Reglugerð nr. 919/2002 um mjólk og mjólkurvörur. 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með breytingum
  • Áætluð dreifing innanlands:Verslanir Bónus, Hagkaupa og 10-11, Kosti, Fjarðarkaup, N1, Olis,Nettó og Melabúðin.Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir soja.

Neytendur sem eiga vöruna og hafa ofnæmi fyrir soja- eða sojaafurðum er bent á að neyta hennar ekki og skila við fyrsta tækifæri til H-Berg ehf. að Grandatröð 2, Hafnarfirði. Einnig má hafa samband beint í síma 893-3347 eða í gegnum netfangið hberg@hberg.is


Ítarefni


  • Listi yfir innkallanir á matvælum


Getum við bætt efni síðunnar?