Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í súkkulaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um vanmerkingar vegna ofnæmis- og óþolsvalda og að eftirfarandi vörur verði innkallaðar af markaði:



  Vöruheiti: Belgískt súkkulaði 52%, og 33% súkkulaðimassi og Hvítt súkkulaði frá Jóa Fel.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingar-aðili: Framleiddar af Callebaut, Belgíu, merkt Jóa Fel.
Auðkenni/skýringartexti: Súkkulaðið inniheldur lesitín úr soja en uppruni lesitínsins kemur ekki fram á umbúðunum. Soja og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt 13 gr. reglugerðar 503/2005 eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merkir í merkingum matvæla. Einnig voru aðrar athugasemdir gerðar við merkingar matvælanna.  
Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, sbr. og viðauka við reglugerð nr. 631/2010 um breytingu á reglugerð nr. 503/2005, b lið 11gr., 15 gr., 3mgr.6.gr., 20 gr. og 7 tl. 6 gr. reglugerðar nr. 503/2005.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands:  Verslanir Hagkaups um allt land.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?