Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í rjómaís

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um aðgerðir frá  Matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur farið fram á að eftirfarandi matvæli verði innkölluð af markaði:

Vöruheiti:  Rjómaís með súkkulaði í 1 L umbúðum (strikanúmer 5690535008241) og 1,5 L  umbúðum (strikanúmer 5690535009934),
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Emmessís ehf., Bitruhálsi 1, Reykjavík

   Auðkenni/skýringartexti: Um er að ræða Rjómaís með súkkulaði frá Emmessís í 1 l umbúðum og 1,5 l  umbúðum. Vörurnar innihalda  m.a. samsettu innihaldsefnin dökkt súkkulaði og dökkan súkkulaðispæni án þess að gerð sé grein fyrir innihaldi þeirra í innihaldslýsingu en skv. upplýsingum frá fyrirtækinu innihalda þau sojalesitín.  Sojalesitín er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  

Laga- /reglugerðarákvæði: 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands: Matvöruverslanir um allt land.

Þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki merktir á umbúðum "Rjómaís með súkkulaði" frá Emmessís í 1 l umbúðum og 1,5 l  umbúðum er um að ræða matvæli sem getur valdið neytendum heilsutjóni.  Með vísun til framangreindra upplýsinga og 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, er Emmessís gert skylt að stöðva nú þegar dreifingu ofangreindra matvæla og innkalla þau af markaði og skulu ómerktar vörur m.t.t. ofnæmis- og óþolsvalda ekki vera í dreifingu eftir 28 . september 2011.

  

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?