Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í ístegundum frá Kjörís

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í kjölfar aukinnar krafna um merkingar matvæla hefur Kjörís ehf. unnið náið með Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um lagfæringar á merkingu umbúða. Neytendum er bent á að nokkrar ístegundir frá Kjörís, sem finna má í verslunum, eru enn án merkinga sem tiltaka uppruna ýruefnisins lesitíns (soja), sem finna má í mörgum matvælum. Þeim sem eru með óþól fyrir sojaafurðum er bent á þennan annmarka á innihaldslýsingum fyrir Mjúkís (Banana og Núggat), Lúxus Toppís (Karamellu og súkkulaði) og Lúxus Íspinnar (karamellu, lakkrís, vanillu og súkkulaði). Þessar vörur hafa verið endurmerktar en enn má finna vörur í verslunum með eldri merkingum, þær verða innkallaðar. Tekið skal fram að það lesitín sem Kjörís notar og er merkt á innihaldslýsingum er aðeins unnið úr náttúrulegum sojaafurðum.


Einnig skal ítrekað að áðurnefndar vörur eru fyllilega skaðlausar þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum.



Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?