Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í hrásalati og kartöflusalati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um að hrásalat og kartöflusalat merkt Kjarnafæði innihaldi egg sem ekki kemur fram í innihaldslýsingu og hafa vörurnar verið innkallaðar.



   
Vöruheiti:  Kjarnafæði kartöflu- og hrásalat.     
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: 
Vörurnar eru framleiddar af Nonna litla, Kjós, fyrir Kjarnafæði, Akureyri

Auðkenni/skýringartexti:  
1. Hrásalat frá Kjarnafæði. Kjarnafæði hf, Akureyri - strikanúmer 5690603005646. Í innihaldslýsingu er aðeins tiltekið mayones, en ekki tilgreint hvort í því sé egg eða sojaolía.
2. Kartöflusalat frá Kjarnafæði. Kjarnafæði hf, Akureyri - strikanúmer 5690603005752. Í innihaldslýsingu er aðeins tiltekið mayones, en ekki tilgreint hvort í því sé egg eða sojaolía.
Dreifing: Verslanir Hagkaupa og Bónus.

Vörurnar voru teknar úr sölu í verslunum Hagkaupa og Bónus á meðan merkingar voru endurbættar. Þeir neytendur sem kunna að eiga vörurnar til og hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjaafurðum eru beðnir um farga vörunum eða hafa samband við Kjarnafæði í samband við endurgreiðslu.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?