Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í frosnum sjávarafurðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) um vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda í frosnum blönduðum sjávarafurðum (seafood mix) frá Kína. Verslunin sem flutti inn vöruna hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla vöruna. Varan er skaðlaus þeim sem eru ekki viðkvæmir fyrir eggjum, sojapróteinum eða glúteni.

  • Vörumerki: Asian Choice. 
  • Vöruheiti: Seafood Mix
  • Lotunúmer: 20160224-Maxport-2466
  • Nettómagn: 1 kg
  • Best fyrir: 24.02.2016
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Framleiðandi: Asian Choice
  • Framleiðsluland: Kína
  • Dreifing: Verslunin Álfheimar

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?