Fara í efni

Vanmerktar ungbarna- og stoðblöndur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á matvælum frá Sanitas heildverslun ehf. Merkingar á íslensku skv. reglugerð nr. 520/2009 vantaði á þrjár ungbarna- og stoðblöndur frá fyrirtækinu.

 

  • Vörumerki:  Ülker Hero Baby.
  • Vöruheiti:  Bebek Sütü 1, Devam Sütü 2, Devam Sütü 3.
  • Strikanúmer:  8690504-550142, 8690504-550143, 8690504-550144.
  • Nettóþyngd:  500g.
  • Framleiðandi:  Hero.
  • Framleiðsluland:  Tyrkland.
  • Geymsluskilyrði:  Þurrvara.
  • Dreifing:  Verslun Iceland Engihjalla.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur geta skilað þeim í verslun Iceland eða hjá Sanitas 
heildverslun ehf., Skútuvogi 3, 104 Reykjavík og fengið endurgreitt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?