Fara í efni

Vanmerktar umbúðir á blóðmör og lifrarpylsum

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um að Goði blóðmör og lifrarpylsa (fryst) merkt Norðlenska sé vanmerkt m.t.t. ofnæmis og óþolsvalda og er án innihaldslýsingar.  
Vöruheiti: Goði blóðmör, Goði lifrarpylsa
Framleiðandi: Framleiðandi Norðlenska ehf.
Auðkenni / Skýringatexti: Goði Lifrarpylsa (4 stk. í poka), strikanúmer 2269892015341 (frystivara), og
Goði blóðmör (4 stk. í poka), strikanúmer 2269893015081 (frystivara).  
Innihaldslýsingu vantar, blóðmör og lifrarpylsa innihalda korn (rúg, hafra, hveiti) sem eru á lista í viðauka 4 í reglugerð nr. 503/2005 um ofnæmis- og óþolsvalda.
Laga- / reglugerðarákvæði:
8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla.
Áætluð dreifing innanlands: Um land allt.
       

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?