Fara í efni

Vanmerktar umbúðir á blóðmör og lifrarpylsum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um að Goði blóðmör og lifrarpylsa (fryst) merkt Norðlenska sé vanmerkt m.t.t. ofnæmis og óþolsvalda og er án innihaldslýsingar.



  
Vöruheiti: Goði blóðmör, Goði lifrarpylsa
Framleiðandi: Framleiðandi Norðlenska ehf.
Auðkenni / Skýringatexti: Goði Lifrarpylsa (4 stk. í poka), strikanúmer 2269892015341 (frystivara), og
Goði blóðmör (4 stk. í poka), strikanúmer 2269893015081 (frystivara).  
Innihaldslýsingu vantar, blóðmör og lifrarpylsa innihalda korn (rúg, hafra, hveiti) sem eru á lista í viðauka 4 í reglugerð nr. 503/2005 um ofnæmis- og óþolsvalda.
Laga- / reglugerðarákvæði:
8. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla.
Áætluð dreifing innanlands: Um land allt.
       

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?