Fara í efni

Vanmerktur ofnæmisvaldur í smákökum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar þá við sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir soja í súkkulaðibitakökum frá Majó bakarí. Soja er ekki merkt í innhaldslýsingu á kökunum. Fyrirtækið hefur með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað vöruna. 

Innköllun á við allar best fyrir dagsetningar

  • Vörumerki: Majó bakari
  • Vöruheiti: Súkkulaðibitakökur
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar
  • Framleiðandi: Majó bakari
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Fyrirtækið: Majó bakari, Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík
  • Dreifing: Kaffi Holt í  Reykjavík og Matarbúðin Nándin í  Hafnarfirði

súkkulaðibitakökur

Neytendum, sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir soja, er bent á að neyta vörunnar ekki og geta skilað henni þar sem hún var keypt. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?