Fara í efni

Sveppaeitur í maískökum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar i gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um myglueitur i maískökum. Sveppaeitrið Deoxynivalenol (DON) greindist yfir mörkum í vörunni. Innflytjandinn hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík innkallað vöruna af markaði. Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: 

  • Vörumerki: Lima. 
  • Vöruheiti: Corn cakes natural. 
  • Nettóþyngd: 120 g. 
  • Best fyrir: 03.02.2015. 
  • Dreifing: Fjarðarkaup, verslanir Hagkaupa, Hlíðarkaup, Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík, verslanir Iceland, verslanir Kaupáss (Krónan, Nóatún, Kjarval), Melabúðin, verslanir Samkaupa (Nettó, Samkaup Strax, Samkaup Úrval), Sunnubúðin, verslanir Víðis. 

Þeir sem eiga þessa vöru heima hjá sér geta skilað vörunni til þeirrar verslunar sem hún var keypt í og fengið hana bætta.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?