Fara í efni

Skordýr í brúnum hrísgrjónum frá COOP

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af Brown parboiled, langkornede brune ris hrísgrjónum frá COOP vegna þess að skordýr hafa fundist í vörunni. Samkaup hf. sem flytur inn vöruna hefur innkallað lotuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:

  • Vörumerki: Coop
  • Vöruheiti: Brown parboiled, langkornede brune ris
  • Strikanúmer: 73400113522723
  • Best fyrir: 29.02.2020
  • Framleiðsluland: Pólland
  • Dreifing: Allar verslanir Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Samkaup Strax

Viðskiptavinir eru hvattir til að farga eða skila vörunni í viðkomandi verslun gegn endurgreiðslu, ef hún er merkt með umræddri dagsetningu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?