Fara í efni

Salmonella í súkkulaðieggjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Kinder Surprise súkkulaðieggjum í tveimur pakkningarstærðum vegna gruns um salmonellusýkingu. Tilfelli sem hægt er að rekja til neyslu á þessum eggjum  hafa komið upp í sjö Evrópuríkjum og Bretlandi.  Innflutningsfyrirtækið Aðföng hefur innkallað vöruna, sent út fréttatilkynning og upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um málið.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi lotur:

  • Vörumerki: Kinder
  • Vöruheiti: Surprise, 20 g (stakt egg)
  • Strikamerki: 40084107
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 26-6-2022 til og með 7-10-2022
  • Nettómagn: 20 g
  • Vörumerki: Kinder
  • Vöruheiti: Surprise, 3x20 g pakkning
  • Strikamerki: 8000500026731
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 26-6-2022 til og með 7-10-2022
  • Nettómagn: 3x20 g

Innflutningsfyrirtæki: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir Bónus, Hagkaupa og Olís um land allt og Skagfirðingabúð.

Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun sem hún var keypt.

Ítarefni

Fréttatilkynning frá Aðföngum

Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu

Fræðsla um salmonellu

 


Getum við bætt efni síðunnar?