Fara í efni

Salmonella greinist í broddkúmen (cumin) kryddi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun barst tilkynning í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) um innköllun á cumin kryddi frá Indlandi sem í greindist Salmonella enteritidis. Innflutningsfyritækin hafa í samráði við Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ákveðið að innkalla frá neytendum kryddið.


Nánar um vöruna:

  • Vörumerki: Ground cumin-Jeera powder. 
  • Lotunúmer: P353340
  • Nettó þyngd: 100 g. 
  • Best fyrir: 31.12.2017 
  • Framleiðsluland: Indland. 
  • Dreifing: Verslanir Eir ehf. Bíldshöfða 16 og Laugavegi 116 (Mai thai), verslun Víetnam Market, Suðurlandsbraut 6.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar í framangreindum verslunum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í viðkomandi verslun.


ÍtarefniGetum við bætt efni síðunnar?