Fara í efni

Rangar merkingar á snitzel

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum af Ali snitzel frá Síld og fiski vegna rangra merkinga en fyrir mistök var
snitzel sem þarfnast eldunar pakkað í umbúðir fyrir fulleldað. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Ali
  • Vöruheiti: Snitzel fulleldað
  • Lotunr. 02.09.24 og 04.09.24, Best fyrir 23.09.24 og 25.09.24
  • Nettómagn: Breytilegt
  • Strikamerki: Hefst á 2353996…
  • Framleiðandi: Síld og fiskur, Dalshrauni 9b, Hafnarfirði
  • Dreifing: Verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa, Samkaupa, Fjarðarkaup, Kassinn og Kaupfélag V-Húnvetninga.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins Síld og fisks eða í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?