Fara í efni

Örverumengun í túrmerikkryddi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur borist tilkynning í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um að greinst hafi salmonella í túrmerikkryddi (Turmeric Powder) frá TRS. Dreifingaraðili á Íslandi, Vietnam Market, hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla vöruna af markaði. 

Vörumerki: TRS
Vöruheiti: Turmeric Powder Haldi
Nettóþyngd: 100 g
Best fyrir: 31 mars 2014
Umbúðir: Plastpokar
Dreifing: Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6
Upprunaland: Indland

Varan er ekki lengur í dreifingu. Viðskiptavinir, sem keypt hafa vöruna, eru beðnir að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Vietnam Market.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?