Fara í efni

Ómerkt súlfít í sítrónu- og límónusafa

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir súlfít við neyslu á ákveðnum lotum af Piacelli sítrónusafa og límónusafa. Safarnir innihalda ofnæmisvaldinn súlfít án þess að það komi fram á merkingum.  Samkaup hafa innkallað vörurnar af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Matvælastofnun bárust upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður. 

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: „Piacelli Citrilemon“ og „Piacelli Citrilemon Green“
  • Vörumerki: Piacelli
  • Nettórúmmál: 200 ml
  • Strikamerki: 9002859026270/9002859018800
  • Sölu- og dreifingaraðili: Samkaup, Krossmóa 4, 230 Reykjanesbæ
  • Best fyrir merking: Allar
  • Umbúðir: Plastflöskur
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Dreifing: Verslanir Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar, Iceland, Háskólabúðin, Samkaup Strax og Seljakjör

Neytendum með ofnæmi fyrir súlfít er ráðlagt að farga vörunni eða skila henni til viðkomandi verslunar. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?