Fara í efni

Ómerkt innihaldsefni í Ferðanasli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar að fyrirtækið Heilsa ehf. hefur í samráði við Heilbirgðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að taka úr sölu og innkalla Ferðanasl frá Sólgæti vegna ófullnægjandi innihaldslýsinga á miða. Listinn yfir innihaldsefni vörunnar telur ekki upp öll innihaldsefni hennar.
 

  • Vörumerki: Sólgæti
  • Vöruheiti: Ferðanasl
  • Strikanúmer: 5024481297488
  • Umbúðir: Plast
  • Nettómagn: 250 g
  • Dreifing: Heilsuhúsin, Melabúðin, Lyfja Lágmúla og Gló veitingar Fákafeni.

Neytendur sem hafa keypt vöruna eru vinsamlega beðnir um að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt eða til Heilsu Bæjarflöt 1.

Ítarefni:

Frétt uppfærð 08.09.16


Getum við bætt efni síðunnar?