Fara í efni

Ómerkt egg, sinnep og sellerí í lasagne

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum, sinnepi eða selleríi við neyslu á nokkrum tegundum af lasagne merktum Krónunni. Vörurnar innihalda ofangreinda ofnæmis- og óþolsvalda án þess að það komi fram á merkingum.

Vörurnar voru til sölu í verslunum Krónunnar. Krónan hefur innkallað vörurnar af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Krónan lasagne

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: 

 • Vörumerki: Krónan 
 • Vöruheiti: Lasagna, Kjúklingalasagna, mexíkóskt lasagna. 
 • Umbúðir: Álbakkar 
 • Strikanúmer: 2208613010067, 2204532010065, 2204520010060 
 • Lotunúmer: Allar dagsetningar 
 • Nettó magn: 1 kg 
 • Best fyrir: Allar dagsetningar 
 • Framleiðandi: Esja kjötvinnsla 
 • Framleiðsluland: Ísland 
 • Dreifingaraðili: Krónan 
 • Dreifing: Allar verslanir Krónunnar 

Viðskiptavinum sem verslað hafa vörurnar er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun. Vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir eggjum, selleríi og/eða sinnepi.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?