Fara í efni

Ómerkt egg í eftirrétti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum við Þristamús frá Salathúsinu ehf. Egg eru ekki merkt í innihaldslýsingu á vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar til og með 21.02.2022

  • Vöruheiti: Þristamús
  • Geymsluþol: Síðasti notkunardagur. Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Framleiðandi: Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Fyrirtæki: Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Nettó (Selfossi, Grindavík, Krossmóa, Glerártorgi, Egilsstöðum, Borgarnesi, Ísafirði, Höfn,Hrísalundi, Húsavík, Iðavöllum, Mjódd, Hafnarfirði, Granda, Búðakór, Salavegi, Mosfellsbæ, Lágmúla,Nóatúni, netverslun), Krambúðarinnar Hólmavík, Laugalæk og Búðardal, KjörbúðarinnarNeskaupsstað, Eskifirði, Ólafsfirði og Garði, og Iceland Arnarbakka, Hafnarfirði og Engihjalla.

mús


Neytendur sem keypt hafa vöruna og sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjum og afurðum úr þeim eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Salathússins, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík.

Ítarefni

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?