Fara í efni

Ómerkt egg í Bernaise-sósu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF viðvörunarkerfið um ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (egg) í sósudufti. Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyndist varan ekki lengur á markaði. Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi fyrir eggjum við neyslu vörunnar eigi þeir hana til heima hjá sér.

  • Vörumerki: Toro Bearnaise Saus
  • Vöruheiti: Bearnaise 
  • Framleiðandi: Orkla Foods Norge 
  • Innflytjandi: John Lindsay efh., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
  • Best fyrir dagsetning: 14.04.2017

Varan er örugg til neyslu fyrir þá sem ekki þjást af eggjaofnæmi. Hægt er að hafa samband við innflytjandann til að skila vörunni.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?