Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í Wasa hrökkbrauði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við tveimur tegundum af Wasa hrökkbrauði. Hrökkbrauðið inniheldur varnarefnið etýlen oxíð sem er ekki leyfilegt í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið SS, sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi vörutegundir og framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Wasa
  • Vöruheiti: Sesam & Havssalt
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.8.2021
  • Lotunúmer: S01086800
  • Strikamerki: 7300400111119
  • Nettómagn: 290 g
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Barilla/Wasa
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Dreifing: Fjarðarkaup, Aðföng (Hagkaup), Verslun Einars Ólafssonar, Melabúðin, Hlíðarkaup, Ikea, jólagjafasala til fyrirtækja
  • Vörumerki: Wasa
  • Vöruheiti: Sesam Gourmet
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.1.2021, 30.4.2021, 30.6.2021
  • Lotunúmer: G01044710, G01045630, G01046190
  • Strikamerki: 7300400481502
  • Nettómagn: 220 g
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Barilla/Wasa
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Dreifing: Hlíðarkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, gjöf til mæðrastyrksnefndar, jólagjafasala til fyrirtækja

WASA innkallað hrökkbrauð

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga eða skila til Sláturfélags Suðurlands, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?