Ólöglegt varnarefni í lífrænum baunum
Innkallanir -
14.01.2026
Matvælastofnun varar við neyslu á Himneskum lífrænum þurruðum nýrnabaunum sem Aðföng flytur inn vegna varnarefnis er ólöglegt að nota. Fyrirtækið í samráði við heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur innkallað vöruna.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Himneskt
- Vöruheiti: Lífrænar nýrnabaunir (þurrkaðar)
- Strikamerki: 5690350050449
- Nettómagn: 500 g
- Best fyrir dagsetning: 03.04.2027
- Lotunúmer: 02.10.2025
- Framleiðandi: Pakkað af Midsona Danmark A/S fyrir Aðföng
- Innflytjandi:Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa og Bónuss.
Neytendur sem hafa keypt vöruna skulu ekki neyta hennar, farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
