Ólöglegt litarefni í núðlum
Innkallanir -
07.11.2024
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af núðlum sem fyrirtækið Dai Phat efh. flytur inn og selur í sinni verslun. Fyrirtækið hefur innkallað núðlurnar af markaði með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík . Innköllun er vegna þess að það greindist í vörunni óleyfilegt litarefni E102 (TARTAZINE).
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: UFC
- Vöruheiti: Canton noodles
- Lotunúmer: LOT-108735
- Geymsluþol: Best fyrir: 17.1.2025 Strikamerki: 014285000235
- Nettómagn: 227 g
- Framleiðandi: NutriAsia Framleiðsluland: Filippseyjar
- Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf.
- Dreifing: Dai Phat Trading ehf (Asian Super Market),Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Ítarefni: