Fara í efni

Ólöglegt innihaldsefni í fæðubótaefnum

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur tegundum af  fæðubótaefnunum Krafti-Test Booster og Fadogia Agrestis framleitt af Ingling ehf. Innköllunin er vegna ólöglegs innihaldsefnis Fadogia Agrestis. Fyrirtækið hefur í samráði við  Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes innkallað vörurnar.

Eingöngu er verið að innkalla eftirfarnar framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Kraftur-Test Boosterinn, 180 hylki og Fadogia Agrestis, 60 hylki.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer til 25. september 2025.
  • Strikamerki: Kraftur Test Booster: 5694230714056.
  • Strikamerki: Fadogia Agrestis: 5964110092861.
  • Framleiðandi: Ingling ehf., Brúarfljót 2, 270 Mosfellsbær
  • Framleiðsluland: Ísland.
  • Dreifing: Vefverslun Ingling ehf. www.ingling.is, Mamma veit best, Heilsuver, Mistur, Vistvæna búðin, Kush, Reykjavíkur apótek, Una og Aðföng.

Neytendur sem hafa keypt vöruna skulu ekki neyta hennar, farga eða skila henni í verslun til að fá endurgreiðslu eða hafa samband við fyrirtækið.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?