Fara í efni

Ólögleg innihaldsefni í fæðubótarefnum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands um stöðvun á dreifingu og innköllun á alls 9 fæðubótarefnum vegna óleyfilegra innihaldsefna og/eða óflokkaðra jurta.

  • Vörumerki: Genesis today
  • Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Vörumerki: Renew life
  • Framleiðsluland: Kanada
  • Innflytjandi: Dedicated ehf., Vallargötu 12, 900 Vestmannaeyjar
  • Dreifing: Heilsuhúsið
    Einnig selt í netverslun  www.active.is

Innköllunin nær til eftirfarandi fæðubótarefna:

1. Genesis Today Healthy Detoxification Total Cleanse Herbal Dietary Supplement Two-Part Cleansing Program, strikamerki 183448000037. Varan inniheldur uva ursi leaf (uva ursi folium), yellow dock (Rumex crispus), black cohosh (cimicifuga  racemosa), Pau D'Arco (Tabebuia ipe), scullcap (scutellaria lateriflora) og  cascara (Rhamnus purshiana).

2. Renew Life CandiGone Powerful yeast cleansing program, strikamerki 631257355553. Varan inniheldur uva ursi extract leaf,  pau D'Arco extract, barberry extract root (Mahonia aquifolium), neem leaf (Melia azadirachta) og berberine sulfate. Varan inniheldur einnig undecylenic acid  og caprylic acid  sem eru óflokkuð af Lyfjastofnun.

3. Renew Life Total Body Rapid cleanse complete 7-Day Internal cleanse, strikamerki 631257560247. Varan inniheldur N-Acetylcysteine (NAC) sem flokkað er sem lyf á Íslandi. Varan inniheldur einnig rhubarb root (Rheum palmatum (rót)) sem er B-flokkud af Lyfjastofnun.

4. Renew Life ParaGone Advanced Microorganism Detoxification Program, strikamerki 631257320902. Varan inniheldur wormwood herb (Artemisia absinthium) og pau D'Arco extract, varan inniheldur einnig bismuth citrate, undecylenic acid og caprylic acid sem eru óflokkuð af Lyfjastofnun.

5. Renew Life CleanseMore For Relief of occasional Constipation, strikanúmer 631257534408. Varan inniheldur rhubarb root (Rheum palmatum (rót)) sem er B-flokkuð af Lyfjastofnun.

6 – 7. GenesisToday GenEssentiars Greens concentrated Superfoods with organic Green, strikamerki 812711012063 og 812711012070.Varan inniheldur suma root powder og astragalus extract.

8-9.  Renew Life IntestiNew Intestinal Lining support Formula, strikamerki 631257632 og 631257347299.Varan inniheldui N-Acetyl D-Glucosamine sem skilgreint er sem lyf á islandi. Varan inniheldur einnig gamma oryzanol  sem er óflokkað af Lyfjastofnun.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?