Fara í efni

Ólögleg innihaldsefni í fæðubótarefnum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið vitneskju um að matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu  á fæðubótarefnum sem seld eru á netinu. Sumar vörurnar innihalda B flokkuð efni sem þarf að flokka hjá Lyfjastofnun og aðrar vörur innihalda efni sem ekki eru leyfð í fæðubótarefnum.

Vörumerki:  MusclePharm. 
Vöruheiti:  Assault, Re-Con, Armor-V, Shred Matrix og Battle Fuel. 
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Vörurnar eru framleiddar af MusclePharm í Bandaríkjunum.  Innfluttar til Íslands og dreift af Rúma ehf., Tröllaborgum 16, Reykjavík. 
Auðkenni/skýringartexti:   Um er að ræða fæðubótarefni.  Vörurnar innihalda B-flokkuð innihaldsefni, innihaldsefni sem þarfnast flokkunar Lyfjastofnunar, óleyfileg steinefni og viðbætt koffín.  Assault, Armor-V og Battle Fuel þarf að senda til flokkunar hjá Lyfjastofnun nú þegar enda innihalda vörurnar B-flokkuð innihaldsefni og innihaldsefni sem þarfnast flokkunar.  Á meðan mega þær ekki vera í dreifingu.  Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr.   MusclePharm Re-Con inniheldur óleyfilegt steinefni (vanadium) og Shred Matrix inniheldur viðbætt koffín.  
Laga- /reglugerðarákvæði:  Reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni, með síðari breytingum. 1. gr. reglugerðar nr. 906/2008 um breytingu á reglugerð nr. 587/1993 um bragðefni í matvælum, með áorðnum breytingum.  11. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.   
Áætluð dreifing innanlands: MusclePharm á Íslandi á Fésbók

 

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?